Meistaradeild 2012 - Árbakki / Norður-Götur

06.01.2012
Annað liðið sem við kynnum til leiks er Árbakki / Norður-Götur. Ein breyting hefur orðið á liðinu frá því í fyrra og er það nú skipað þeim Hinriki Bragasyni, liðsstjóra, Huldu Gústafsdóttur, Ragnari Tómassyni og Teiti Árnasyni. Annað liðið sem við kynnum til leiks er Árbakki / Norður-Götur. Ein breyting hefur orðið á liðinu frá því í fyrra og er það nú skipað þeim Hinriki Bragasyni, liðsstjóra, Huldu Gústafsdóttur, Ragnari Tómassyni og Teiti Árnasyni.

Liðið lenti í öðru sæti í stigakeppninni á síðasta ári og voru Hulda, Hinrik og Teitur öll á meðal tíu stigahæstu keppenda í einstaklingskeppninni. Meistaradeildin býður þau velkomin aftur til leiks.

Hinrik Bragason, liðsstjóri, er tamningamaður og reiðkennari á Árbakka.
Hinrik er margfaldur heims-, Íslands- og Norðurlandameistari. Hann hefur einnig verið að gera góða hluti við sýningu kynbótahrossa undanfarin ár.
Hinrik sigraði A-flokk á LM 2011 og var kjörinn gæðingaknapi ársins 2011.

Hulda Gústafsdóttir er tamningamaður og reiðkennari á Árbakka. Samhliða rekstri Árbakka hesta reka þau Hinrik útflutningsfyrirtækið Hestvit ehf.
Hulda er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari og hefur jafnframt verið í íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótum.

Ragnar Tómasson er ungmenni og kemur úr hestamannafélaginu Fáki. Hann hefur verið að gera góða hluti í keppni undanfarin ár og er meðal annars í
2 sæti á heimslistanum í 100m skeiði.

Teitur Árnason er ungmenni og kemur úr hestamannafélaginu Fáki. Teitur er margfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkum en er jafnframt Íslandsmeistari í 150m skeiði 2008 - 2009.

Árbakki er alhliða hestamiðstöð með frábærri aðstöðu til tamninga og þjálfunar. Nýlegt hesthús, reiðskáli og hringvöllur. Hestaverslun er stór þáttur í starfsseminni. Mikill fjöldi gæðinga og úrvals kynbótahrossa fer í gegnum stöðina á hverju ári.

Ræktunarbúið Norður Götur ehf. var stofnað árið 2007 af hjónunum Orra Ingvasyni og Auði Hansen sem búa þar ásamt börnunum sínum. Tilgangurinn að gera Götur að hrossaræktabýli til eftirbreytni. Markmið þeirra er að gera betur í dag en í gær.