Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni og TM höllinni

30.10.2017

Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefst á fjórgangi þann 1. febrúar 2017. Mótin munu fara fram í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi og í TM höllinni í Fáki í Víðidal.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá Meistaradeildarinnar en á næstu dögum verða liðin kynnt til leiks en þó nokkuð breytingar hafa orðið á liðaskipan.

DAGSKRÁ 2018

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

Grein

Staðsetning

1. febrúar

Fimmtudagur

18:30  

Fjórgangur V1

Samskipahöllin, Spretti Kópavogi

15. febrúar

Fimmtudagur

19:00  

Slaktaumatölt T2

Samskipahöllin, Spretti Kópavogi

1. mars

Fimmtudagur

19:00  

Fimmgangur F1

Samskipahöllin, Spretti Kópavogi

15. mars

Fimmtudagur

19:00  

Gæðingafimi

TM höllin, Fáki Víðidal

31. mars

Laugardagur

13:00  

Gæðingaskeið og 150m. skeið

 

6. apríl

Föstudagur

19:00  

Tölt T1 og flugskeið

TM höllin, Fáki Víðidal

 

Hrímnir var fyrst með lið í deildinni árið 2010 en Export hestar bætust við árið 2012. Lið Hrímnis endaði í öðru sæti í liðakeppninni 2011. Skipun liðsins er mjög breytt frá því í fyrra en Þórarinn Ragnarsson er sá eini sem er enn í liðinu frá því í fyrra. Viðar Ingólfsson er aftur kominn í liðið en hann hætti í liðinu 2014. Freyja Amble Gísladóttir er komin í lið Hrímnis/Export hesta en hún var í liði Gangmyllunnar í fyrra og var það hennar fyrsta ár í deildinni. Fjórði meðlimurinn er Hans Þór Hilmarsson enn hann tók einnig þátt í fyrsta skipti í deildinni í fyrra þá í liði Ganghesta/Margrétarhofs og síðastur en ekki sístur er Siguroddur Pétursson. En hann er nýr í deildinni og verður gaman að sjá hvernig honum mun takast til í vetur. 

Viðar Ingólfsson, liðsstjóri, stundar tamningar og þjálfun að Kvíarhóli, Ölfusi. Hann er margfaldur Íslandsmeistari, Landsmótssigurvegari í tölti ásamt mörgum öðrum fræknum sigrum. Hann var íþróttaknapi ársins 2008 og gæðingaknapi ársins 2007. Viðar sigraði Meistaradeildina 2007 og 2008.

Freyja Amble Gísladóttir var áberandi á keppnisvellinum á sínum yngri árum en hún er margfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkunum. Freyja hefur verið búsett í Noregi síðustu árin en strafar nú á Þúfum hjá Gísla Gíslasyni og Metta Mannseth.

Hans Þór Hilmarsson er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá Hólaskóla og starfar við tamningar og þjálfun á Kílhrauni. Hansi hefur náð góðum árangri á keppnisbrautinni var m.a. 4. Sæti í A-flokki árið 2012, á besta tímann á árinu í 100.m skeiði 2015 og var í A-úrslitum í fimmgangi 2016 á Lukku-Láka frá Stóra-Vatnsskarði. Hann hefur einnig verið framarlega á kynbótabrautinni undanfarin ár.

Siguroddur Pétursson stundar tamning og þjálfun í Hrísdal á Snæfelsnesi. Hann hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni undan farin ár á þeim Hryn frá Hrísdal og Steggi frá sama bæ. Siguroddur tók þátt í Vesturlandsdeildinni síðustu tvö ár og sigraði einstaklingskeppnina í fyrra. Hann sigraði einnig fjórganginn í meistari meistaranna árið 2016.

 Þórarinn Ragnarsson er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Þórarinn stundar þjálfun og tamningar í Vesturkoti á Skeiðum. Þórarinn hefur náð góðum árangri á keppnisbrautinni en hann sigraði m.a. A flokkinn á LM2014 á Spuna frá Vesturkoti og var í A úrslitum í tölti á sama móti á Þyt frá Efsta-Dal. Þórarinn og Spuni urðu einnig Íslandsmeistarar í fimmgangi árið 2017 og sigruðu sömu grein á Reykjavíkurmótinu sama ár. Þytur og Þórarinn sigruðu einnig Þá alla sterkustu, ístöltsmótið, sem haldið var vorið 2014. Þórarinn var valin gæðingaknapi ársins 2014.

Lýsi hefur dregið sig úr deildinni en það var elsta liðið í deildinni. Heitir liðið því nú einungis Oddhóll / Þjóðólfshagi. Liðið er örlítið breytt frá því í fyrra en Sigurður Sigurðarsson, Sigurbjörn Bárðason og Konráð Valur Sveinsson eru enn í liðinu en með þeim verða þau Daníel Jónsson og Berglind Ragnarsdóttir. 

Sigurður Sigurðarson, liðstjóri, rekur tamningastöð á Þjóðólfshaga ásamt eiginkonu sinni. Sigurður er fyrsti sigurvegari Meistaradeildarinnar en hann sigraði hana árið 2001 og svo aftur árið 2011. Hann hefur verið nokkrum sinnum verið í íslenska landsliðinu, er heimsmeistari, margfaldur Íslandsmeistari, fyrrum heimsmethafi í 100m skeiði. Hann sigraði B flokk gæðinga á LM2012 á Kjarnorku frá Kálfholti, A flokk gæðinga á LM2012 á Fróða frá Staðartungu og B flokk gæðinga á LM2014 á Loka frá Selfossi en Sigurður hefur sigrað allar hringvallargreinar fullorðina á Landsmóti. Sigurður er gæðingaknapi ársins 2012.

Berglind Ragnarsdóttir var í Meistaradeildinni í upphafi en er að koma aftur eftir nokkuð hlé. Hún hefur tvisvar verið í íslenska landsliðinu og meðal annars varð hún heimsmeistari árið 2003 á Bassa frá Möðruvöllum. Berglind er margfaldur Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari. Hún hefur verið í Vesturlandsdeildinni seinustu 2 árin, unnið þar nokkur mót og liðið hennar vann deildina 2016.

Daníel Jónsson er ókrýndur kynbótakóngur landsins og hefur í fjöldamörg ár verið áberandi sem sýningamaður á kynbótahrossum og hampað þar mörgum titlum.  Daníel hefur einnig látið að sér kveða í keppnum, sigraði m.a. A-flokk gæðinga á Landsmótið árið 1994 og hefur tekið þátt í heimsmeistaramótum.

Konráð Valur Sveinsson er yngsti keppandinn í deildinni. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur heimsmeistari í skeiðgreinum. Hann varð Heimsmeistari í 250 m. skeiði og 100m. skeiði í Berlín árið 2013 og keppti hann aftur fyrir Íslandshönd í Herning 2015. Hann var Íslandsmeistari í 250m. skeiði í fullorðinsflokki á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu en hann varð einnig Íslandsmeistari í gæðingaskeiði í ungmennaflokki, Íslandsmeistari í 100m. skeiði yngri flokka og sigraði 100m. skeiðið á Landsmóti 2016

Sigurbjörn Bárðarson er sá knapi ásamt Árna Birni Pálssyni sem hefur oftast sigrað Meistaradeildina eða þrisvar sinnum, árin 2002, 2009 og 2010. Sigurbjörn hefur unnið flesta titla sem hægt er að vinna í hestaíþróttum ásamt því að vera eini hestamaðurinn sem hefur hampað titlinum íþróttamaður ársins. Sigurbjörn er skeiðknapi ársins 2012.