Meistaradeild í hestaíþróttum

18.02.2011
Á þriðja móti Meistaradeildar í hestaíþróttum verður keppt í tölti. Mótið fer fram miðvikudaginn 23. febrúar klukkan 19:30 í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli. Á þriðja móti Meistaradeildar í hestaíþróttum verður keppt í tölti. Mótið fer fram miðvikudaginn 23. febrúar klukkan 19:30 í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli.

Keppt hefur verið í tölti sex sinnum áður í Meistaradeildinni en í fyrra féll mótið niður sökum hestapestarinnar. Fimm af fyrri sigurvegurum í tölti eru enn keppendur í deildinni og eru tveir þeirra enn með sigurhrossin á sínum vegum, því verður spennandi að sjá hvað gerist á miðvikudaginn.

 

Sigurvegarar í tölti frá upphafi:

2001 Adolf Snæbjörnsson, Elding frá Hóli
2002 Sigurður Sigurðarson, Fífa frá Brún
2006 Hulda Gústafsdóttir, List frá Vakurstöðum
2007 Viðar Ingólfsson, Tumi frá Stóra-Hofi
2008 Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
2009 Sigurbjörn Bárðarson, Grunur frá Oddhóli

 

Má gera ráð fyrir að margir af sterkustu tölturum landsins verði skráðir til leiks en ráslistar verða birtir á þriðjudaginn.
Forsala aðgöngumiða á mótið hefst á mánudagsmorgun í verslunum Líflands, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.