Meistaradeild Líflands og æskunnar

31.08.2018

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin á vorönn 2018. Mótaröðin fer fram í TM-höllinni í Fáki.

Knapar eru hvattir til að sækja um og skila inn keppnisárangri ársins 2017. Knapar sækja um sem einstaklingar og búa sjálfir til lið. Hvert lið skipar 4 knapa, allir knapar keppa á hverju móti en 3 efstu telja til stiga, nema á síðasta mótinu telja stig allra knapa.

Dagsetningar mótaraðarinnar eru:

  • 18. febrúar kl.14.00 - fjórgangur
  • 4.mars kl.17.00 - tölt - Sprettur
  • 18.mars kl.14.00 - fimmgangur
  • 8.apríl kl.14.00 - T2
  • 18.apríl kl.17.00 - fimi og flugskeið - lokahóf

Umsóknarfrestur er til 15. september 2017 og skulu umsóknir berast á netfangð: meistaradeild2018@gmail.com. Reglur deildarinnar verða kynntar á fundi þar sem öll liðin verða kynnt. Stórn deildarinnar áskilur sér rétt til að breyta dagsetningum ef ástæða þykir til.

Stjórn Meistaradeildar Líflands og æskunnar:
Jóna Dís Helgadóttir 
Helga B. Helgadóttir 
Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir
Sigurður Ævarsson