Meistaradeild - Top Reiter / Ármót

13.01.2012
Síðasta liðið sem við kynnum til leiks er lið Top Reiter / Ármóts. Liðsstjóri hjá þeim er Guðmundur Björgvinsson og með honum eru þeir Jakob Sigurðsson, Sigurður Óli Kristinsson og Þorvaldur Árni Þorvaldsson. Síðasta liðið sem við kynnum til leiks er lið Top Reiter / Ármóts. Liðsstjóri hjá þeim er Guðmundur Björgvinsson og með honum eru þeir Jakob Sigurðsson, Sigurður Óli Kristinsson og Þorvaldur Árni Þorvaldsson.

Guðmundur Björgvinsson, liðsstjóri, er tamningamaður FT. Hann rekur tamningastöð á Ingólfshvoli, Ölfusi. Guðmundur er Landsmótssigurvegari, hefur setið nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu og hefur verið að gera góða hluti í kynbótasýningum.

Jakob S Sigurðsson er tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla. Hann rekur tamningastöð að Steinsholti, Hvalfjarðarsveit. Hann hlaut knapaverðlaun FT á LM2008, Íslandsmeistari í slaktaumatölti 2010 og hefur jafnframt verið að gera góða hluti jafnt í kynbótasýningum sem og á keppnisvellinum á undanförnum árum.

Sigurður Óli Kristinsson stundar tamningar og þjálfun að Fákshólum, Ásahrepp. Sigurður hefur átt góðu gengi að fagna í keppni á undanförnum árum og riðið til úrslita á landsmótum og Íslandsmótum ásamt því að vera að gera góða hluti í kynbótasýningum.

Þorvaldur Árni Þorvaldsson er tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla. Hann stundar tamningu og þjálfun að Hvoli í Ölfusi. Þorvaldur er margfaldur Íslandsmeistari, hefur átt sæti í íslenska landsliðinu og verið í toppbaráttunni bæði í gæðinga- og íþróttakeppni á undanförnum árum.

Ármótum á Rangárvöllum er eitt glæsilegasta hrossaræktar- og ferðaþjónustubýli á Íslandi. Þar er stunduð metnaðarfull hrossarækt ásamt því að boðið er upp á að taka hryssur og stóðhesta í uppeldi, sumarbeit og/eða vetrarfóðrun. Þar er einnig boðið upp á skotveiði, stangveiði og sérstakar ævintýraferðir ásamt því að taka á móti hópum í gistingu, grillveislur, ráðstefnur og aðrar uppákomur.

Verslunin Top Reiter var opnuð í desember 2007. Þar er að finna flest allt sem þarf til hestamennskunnar. Verslunin kappkosar að bjóða faglega og persónulega þjónustu í fallegu umhverfi. Heimasíða Top Reiter er www.topreiter.is