Meistaradeild UMFÍ í Rangárhöllinni

23.02.2009
Við vígslu Rangárhallarinnar síðastliðinn laugardag var undirritaður samningur milli LH, hestamannafélagsins Geysis, og UMFÍ, sem verður aðalstyrktaraðili Meistaradeildar ungmenna. Við vígslu Rangárhallarinnar síðastliðinn laugardag var undirritaður samningur milli LH, hestamannafélagsins Geysis, og UMFÍ, sem verður aðalstyrktaraðili Meistaradeildar ungmenna. Arndís Pétursdóttir, einn af aðstandendum deildarinnar, segir að aðkoma UMFÍ komi styrkum stoðum undir mótaröðina. Ekki sé auðvelt að fjármagna uppákomur sem þessar á síðustu og verstu tímum.

Fimm ræktunarbú hafa samþykkt styrk við deildina. Liðin fimm sem keppa í deildinni verða kennd við viðkomandi ræktunarbú. Rangárhöllin er í samningi þessum vettvangur Meistaradeildar UMFÍ. Eins og áður hefur komið fram verður úrtaka fyrir Meistaradeild UMFÍ haldin í Rangárhöllinni næstkomandi laugardag 28. febrúar. Verður hún auglýst nánar í vikunni.

Á myndinni eru Ómar Diðriksson, formaður Geysis, Helga G. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar UMFÍ, og Haraldur Þórarinsson, formaður LH.

Ljósmynd: Jens Einarsson