Meistaradeild VÍS - fimmgangur

31.03.2009
Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu fimmgangshestum landsins muni berjast í Ölfushöllinni á fimmtudaginn en þá verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild VÍS. Keppni hefst klukkan 19:30 að venju. Hulda Gústafsdóttir hefur sigrað undanfarin tvö ár á Galdri frá Flagbjarnarholti en gera má ráð fyrir því að aðrir knapar í deildinni muni sækja hart að því að ná titlinum af henni. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu fimmgangshestum landsins muni berjast í Ölfushöllinni á fimmtudaginn en þá verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild VÍS. Keppni hefst klukkan 19:30 að venju. Hulda Gústafsdóttir hefur sigrað undanfarin tvö ár á Galdri frá Flagbjarnarholti en gera má ráð fyrir því að aðrir knapar í deildinni muni sækja hart að því að ná titlinum af henni.

Baráttan í einstaklings- og liðakeppninni er ennþá galopin og mun það væntanlega ekki skýrast fyrr en á síðasta móti deildarinnar hvaða einstaklingur eða lið ber sigur úr býtum. Meðfylgjandi er staðan í einstaklings- og liðakeppninni eftir fjórar keppnisgreinar af níu.


Einstaklingskeppni
1 Eyjólfur Þorsteinsson Málning 29
2 Sigurður Sigurðarson Skúfslækur 27
3 - 4 Hinrik Bragason Hestvit 22
3 - 4 Jakob S Sigurðsson Skúfslækur 22
5 Sigurbjörn Bárðarson Lífland 20


Liðakeppni
1 Málning 168
2 Skúfslækur 156
3 Lífland 138
4 Lýsi 129,5
5 Hestvit 125
6 Frumherji 113,5
7 Top Reiter 94