Meistaradeild VÍS - happadrætti - folatollur

17.02.2009
Á næsta móti Meistaradeildar VÍS verður fyrsta happadrætti deildarinnar af fimm. Fyrsti folatollurinn sem dregið verður um er tollur undir Landsmótssigurvegarann Óm frá Kvistum. Ómur sigraði 5 vetra flokkinn á Landsmót eins og flestum er í fersku minni. Á næsta móti Meistaradeildar VÍS verður fyrsta happadrætti deildarinnar af fimm. Fyrsti folatollurinn sem dregið verður um er tollur undir Landsmótssigurvegarann Óm frá Kvistum. Ómur sigraði 5 vetra flokkinn á Landsmót eins og flestum er í fersku minni. Ómur er undan Ófeigssyninum Víglundi frá Vestra-Fíflholti og Otursdótturinni Orku frá Hvammi. Hann hlaut 8,61 í aðaleinkunn á Landsmótinu. Fékk 8,24 fyrir byggingu og 8,85 fyrir hæfileika og þar af 9,5 fyrir skeið og vilja og geðslag.

Happadrættismiðinn kostar aðeins 1.000 krónur og verða eingöngu 250 miðar seldir. Miðarnir verða seldir í miðasölu við innganginn bæði fyrir mót og í hléi eftir forkeppni. Jafnframt verða miðasölustúlkur á ferðinni að selja miða. Tollurinn verður síðan dreginn út rétt fyrir A-úrslit.

Stjórn Meistaradeildar VÍS