Meistaramót Andvara 2. - 4. sept.

24.08.2011
Nú styttist óðum í eitt skemmtilegasta mót ársins Meistaramót Andvaramanna á Kjóavöllum. Skráningin hefst á miðnætti í kvöld! Nú styttist óðum í eitt skemmtilegasta mót ársins Meistaramót Andvaramanna á Kjóavöllum. Skráningin hefst á miðnætti í kvöld!
Þar verður haldið í hefðina og keppt í gæðingakeppni á beinni braut svo ekki sé minnst á hið margrómaða 100 metra skeið í flóðljósum á laugardagskvöldið þegar tekur að rökkva en þar hefur stemmingin oft orðin magnþrungin.

Sama fyrirkomulag og á síðasta ári OPINN FLOKKUR OG ÁHUGAMENN.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:
  • A-flokkur á beinni braut OPINN FLOKKUR OG ÁHUGAMENN
  • B-flokkur á beinni braut OPINN FLOKKUR OG ÁHUGAMENN
  • Tölt hringvöllur OPINN FLOKKUR OG ÁHUGAMENN
  • 100m skeið undir 8 sek. sjálfkrafa með,aðrir í forkeppni föstudagskvöld.
  • 150m skeið
  • 250m skeið
  • Einnig verður forstjóratöltið á sínum stað.
Keppnisgjöld verða 3.700 fyrir hverja grein en 2.700 fyrir skeiðgreinarnar.

Skráning hefst þriðjudaginn 23. ágúst stendur til miðnættis þriðjudagsins 30. ágúst. Skráningin fer rafrænt fram á eftirfarandi slóð:  http://gustarar.is/skraning.aspx?mode=add

Einnig er hægt að skrá beint í keppnina á heimasíðu Gusts með því að smella á flipann SKRÁNING sem er efst á síðunni þeirra.

Hægt er að skoða reglur meistaramótsins á heimasíðu Andvara, www.andvari.is

Meistaramótsnefnd.