Meistari meistaranna

07.04.2016

Eitt mest spennandi mót ársins verður föstudaginn 15 apríl í Samskiphöllinni Spretti.

Meistari meistaranna er nýtt mót þar sem sigurvegarar úr mótaröðum landsins keppa til úrslita og um titilinn Meistari meistaranna 2016 í fjórum greinum.

Keppnisraðirnar eru Meistaradeildin, KS deildin, Uppsveitardeildin, Húnverska liðakeppnin, KB mótaröðin, Kea mótaröðin, Vesturlandsdeildin og Gluggar og Glerdeild áhugamanna.

Greinarnar eru fjórgangur, fimmgangur, slaktaumatölt og tölt. Einungis eru riðin úrslit í hverri grein og eru keppendurnir 7-8 í hverri grein.

Keppnisrétt hafa þeir sem eru sigurvegarar þessara greina í ofangreindum keppnisröðum. Ef sigurvegarinn er að keppa í fleiri en einni grein eða af einhverjum sökum kemst ekki mætir sá knapi og hestur sem voru í öðru sæti.

Keppnin fer fram á föstudagskvöldið 15 apríl og hefst kl. 19:00. Aðgangseyrir er kr. 1000 pr mann.
Mótið verður haldið í Samskipahöllinni hjá Spretti.

Það er alveg ljóst að þetta mót verður eitt mest spennandi mót vetrarins þar sem saman koma úrvals knapar og hestar af öllu landinu.

Miklu verður tjaldað til og í boði verða flottir vinningar ásamt peningaverðlaunum fyrir fyrstu þrjú í hverri grein.

Hvetjum alla til að taka daginn frá. Eiga frábæra kvöldstund í Spretti og berja augum bestu hesta og knapa landsins úr þessum frábæru mótaröðum etja kappi. Ráslistinn verður birtur í næstu viku.