Meistari meistaranna - 5g

15.04.2016

Hver verður Meistari Meistaranna í fimmgangi 2016?

Í dag kynnum við einnig knapa og hesta sem keppa í fimmgangi á morgun í æsispennandi keppni milli meistara landsins úr mótaröðum vetrarins.

Til leiks mæta:
Kea Mótaröðin : Jón Páll Tryggvason og Glóð frá Hólakoti
Húnverska mótaröðin : Hallfríður Óladóttir og Kolgerður frá Vestri Leirárgörðum
Gluggar og Glerdeildin : Katrín Sigurðardóttir og Þytur frá Neðra-Seli
Meistaradeildin : Ísólfur Líndal og Sólbjartur frá Flekkudal
KS deildin : Þórarinn Eymundsson og Narri frá V-Leirárgörðum
KB mótaröðin : Haukur Bjarnason og Gígur frá Skáney
Uppsveitardeildin : Matthías Leó Matthíasson og Oddverji frá Leirubakka
Vesturlandsdeildin : hestar í fyrstu 2 sætunum forfallaðir

Dagskrá kvöldsins verður eftirfarandi:
19:00 Fjórgangur og verðlaunaafhending
Slaktaumatölt og verðlaunaafhending
Hlé
Fimmgangur
Tölt

Hvetjum alla til að taka kvöldið frá og koma í Samskipahöllina til að sjá alla helstu sigurvegara í mótaröðum landsins keppa um titilinn Meistari Meistaranna.
Húsið opnar kl. 17:30 og í boði verða léttar veitingar á mjög góðu verði að hætti Sprettara. Aðgangseyrir er kr. 1000 pr. mann