Meistari meistaranna - tölt

14.04.2016

Hver verður Meistari Meistaranna í tölti 2016?

Í dag kynnum við knapa og hesta sem keppa í tölti á morgun í æsispennandi keppni milli meistara landsins úr mótaröðum vetrarins.

Til leiks mæta:

Kea Mótaröðin : Guðmundur Karl Tryggvason og Rósalín frá Efri Rauðalæk
Húnverska mótaröðin : Elvar Logi Friðriksson og Byr frá Grafarkoti
Gluggar og Glerdeildin : Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni
Meistaradeildin : Jakob Svavar Sigurðsson og Gloría frá Skúfslæk
KS deildin : Bjarni Jónasson og Randalín frá Efri Rauðalæk
KB mótaröðin : Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík
Uppsveitardeildin : Sólon Morthens og Ólína frá Skeiðvöllum
Vesturlandsdeildin : Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal

Hvetjum alla til að taka kvöldið frá og koma í Samskipahöllina til að sjá alla helstu sigurvegara í mótaröðum landsins keppa um titilinn Meistari Meistaranna.

Húsið opnar kl. 17:30 og í boði verða léttar veitingar á mjög góðu verði að hætti Sprettara. Aðgangseyrir er kr. 1000 pr. mann