Mennta- og barnamálaráðuneytið tók á móti Landsliðinu

11.09.2023

Íslenska landsliðinu í hestaíþróttum var boðið til móttöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að fagna frábæru gegni á ný af stöðnu Heimsmeistaramóti.  Ásmundur Einar Daðason ráðherra tók á móti hópnum og ræddi við keppendur og teymi. Hann sagðist hafa fyllst stoltur og áhugasamur með umfjöllun um liðið og veitt því eftirtekt hve víða væri rætt um þennan frábæra árangur, ekki bara innan raða hestamanna, heldur víðast hvar á mannamótum. Hér væri sannarlega um að ræða íþróttafólk í allra fremstu röð og ljóst að framtíðin er björt í hestamennskunni.

Landsliðið þakkar góðar móttökur að Kríunesi.