Menntanefnd LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2023.

19.10.2023
Menntanefnd LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2023.
 
Skilyrðin fyrir tilnefningunni eru:
* Verður að vera skráður í hestamannafélag á Íslandi.
* Verður að vera innan Feif Matrixunnar level 1, 2, 3 eða 4 (sjá https://www.feif.org/education-dept/trainers/)
* Verður að vera starfandi reiðkennari.

 
Dæmi um reiðkennara sem geta hlotið tilnefningar:
* Reiðkennari sem hefur sýnt fram á miklar framfarir hjá nemendum á hvaða stigi eða sviði sem er.
* Reiðkennari sem er með frumkvöðlahugsun, gert eitthvað nýtt eða öðruvísi t.d. nýstárlega nálgun í almennri kennslu eða rafkennslu.
* Reiðkennari sem gerir frábæra hluti með börnum, fötluðum eða keppnisknöpum.
* Reiðkennari sem stuðlar sérstaklega að nýliðun í hestamennsku.
* Reiðkennari sem stuðlar sérstaklega að velferð hesta.

 
Tilnefningunni skal fylgja ástæða fyrir því að þér finnst viðkomandi eiga skilið titilinn “Reiðkennari ársins” -  Ekki má tilnefna nátengda aðila þ.e.a.s. fjölskyldumeðlimi, maka, börn o.s.frv.
 
Það er menntanefnd LH sem velur úr tilnefningum og setur út netkosningu á vefsíðu LH.  Sá reiðkennari sem fær flest atkvæði í netkosningu innanlands er svo fulltrúi Íslands í alþjóðlegri netkosningu Menntanefndar FEIF sem setur atkvæðagreiðslu í gang. Sá eða sú sem vinnur atkvæðagreiðslu FEIF hlýtur titilinn, “Reiðkennari ársins 2023”.
 
Tilnefningar þurfa að berast í síðasta lagi 30. október. Vinsamlegast sendið tilnefningarnar á lh@lhhestar.is