Met Sigurbjörns staðfest – 13,98 sek.

29.10.2010
Met Sigurbjörns Bárðarsonar á Óðni frá Búðardal hefur verið staðfest, 13.98 sek. í 150m skeiði, sem besti núgildandi tíminn með rafrænum tímatökubúnaði. Met Sigurbjörns Bárðarsonar á Óðni frá Búðardal hefur verið staðfest, 13.98 sek. í 150m skeiði, sem besti núgildandi tíminn með rafrænum tímatökubúnaði. Metið setti Sigurbjörn á Meistaramóti Andvara 4.september en eldra met þeirra, 14.15 sek., var einnig sett á Meistaramóti Andvara árið áður. Sannkölluð meistarametsbraut skeiðbraut Andvaramanna.

Til gamans má geta að Óðinn lá alla fjóra sprettina á mótinu og fór tvisvar undir eldra metinu en tímar þeirra félaga voru 13.98sek., 14.11sek., 14.25sek. og 14.28sek. Glæsilegur árangur!

Landssamband hestamannafélaga óskar Sigurbirni og Óðni innilega til hamingju með nýtt met. Gaman verður að fylgjast með þeim á næsta ári og hvort þeir slái metið í þriðja sinn á Meistaramóti Andvara 2011.