Metþáttaka í námskeiðum í Fáki

26.01.2009
Sjötíu þátttakendur eru í hópi „eldri“ reiðmanna á námskeiði í knapamerkjakerfinu hjá Fáki. Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, segir að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri þátttaka í reiðnámskeiðum en í vetur.Sjötíu þátttakendur eru í hópi „eldri“ reiðmanna á námskeiði í knapamerkjakerfinu hjá Fáki. Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, segir að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri þátttaka í reiðnámskeiðum en í vetur.

Sjötíu þátttakendur eru í hópi „eldri“ reiðmanna á námskeiði í knapamerkjakerfinu hjá Fáki. Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, segir að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri þátttaka í reiðnámskeiðum en í vetur.

„Það er mikið um að vera í Reiðhöllinni í Víðidal. Það eru námskeið þar alla daga frá því klukkan fjögur og langt fram á kvöld. Mikið líf. Veitingasala og veislusalur eru í reiðhöllinni og hún verður rekin áfram. Það má svo greina frá því að Fákur er að flytja skrifstofu sína upp í reiðhöll. Við teljum hana betur staðsetta þar sem mest umferð félagsmanna er,“ segir Jón Finnur.

Jón Finnur segir að það sé mikið um útreiðar í Víðidal þótt allmargir hafi tekið inn færri hross en venjulega. Mikið sé að gera hjá tamningafólki og engin kreppa þar sjáanleg ennþá.