Miðasala hafin á Ístöltið

01.04.2014
Jóhann R. Skúlason og Hnokki voru í Skautahöllinni
Miðsalan hófst með látum í dag og ljóst er að mikil spenna er fyrir laugardagskvöldinu í Skautahöllinni í Laugardalnum. Miðar fást í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi. Miðinn kostar kr. 3.500 og jafnframt er hægt að taka snúning með lukkudísunum því happdrættismiðar eru einnig til sölu á kr. 1.000 stk.

Miðsalan hófst með látum í dag og ljóst er að mikil spenna er fyrir laugardagskvöldinu í Skautahöllinni í Laugardalnum. Miðar fást í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi. Miðinn kostar kr. 3.500 og jafnframt er hægt að taka snúning með lukkudísunum því happdrættismiðar eru einnig til sölu á kr. 1.000 stk.

Tilboð í miðasölu eru þessi:

  • 1 aðgöngumiði + 2 happdrættismiðar = 5.000 kr.
  • 6 happdrættismiðar = 5.000 kr.

Happdrættisvinningarnir eru glæsilegir og þakkar landsliðsnefnd þeim er leggja til vinningana kærlega fyrir veglega þátttöku í verkefnum landsliðsins.

  1. Vinningur: Folatollur undir Jarl frá Árbæjarhjáleigu, gisting á Stracta hótel, 2 miðar á sýningu í Fákaseli og 2 miðar á Landsmót hestamanna á Hellu í sumar
  2. Vinningur: Folatollur undir Stegg frá Hrísdal, handlyftivagn frá PON, 2 miðar á sýningu í Fákaseli og DVD frá LM2012
  3. Vinningur: folatollur undir Daggar frá Einhamri, gjafabréf á Humarhúsið, 2 miðar á sýningu í Fákaseli og DVD frá LM2012

Rétt er að benda á að vert er að tryggja sér miða hið fyrsta þar sem oftar en ekki hefur selst upp á þennan magnaða viðburð!

Húsið opnar 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00.

Sjáumst í Skautahöllinni,

Landsliðsnefnd LH