Miðasalan rýkur af stað

31.10.2016

Miðasalan fer gríðarlega vel af stað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 5.nóvember n.k. í Gullhömrum Grafarholti. Það er um að gera að tryggja sér miða í tíma!

Hestamenn munu skemmta sér vel saman og fagna góðu keppnis- og sýningarári í Gullhömrum á laugardaginn kemur. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði þar sem verðlaunaafhendingar afreksknapa og ræktenda verða í fyrirrúmi, auk þess sem dagskráin verður krydduð með skemmtiefni frá Gísla Einarssyni í Landanum og fleirum. 

Miðasalan er í Gullhömrum og hægt er að panta borð með því að senda tölvupóst á netfangið gullhamrar@gullhamrar.is. Borðapantanir fara þannig fram að sá sem pantar, greiðir fyrir pantaða miða eða sendir lista með nöfnum þeirra sem greiða fyrir borð á hans nafni. Borðapöntun er staðfest með greiðslu inná reikning 301-26-14129, kt. 660304-2580 og senda skal kvittun á netfangið hér að ofan. 

Stjórnir FHB og LH standa saman að hátíðinni og hvetja sitt fólk til að taka þátt í að gera skemmtilegt kvöld frábært!