Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga frestast

23.05.2024

Þeirri skemmtilegu hefð að hestamenn á höfuðborgarsvæðinu fari um miðbæinn í sumarbyrjun og sýni gestum og gangandi fallegu fákana sína verður viðhaldið í sumar.  Reiðin var áætluð 28. maí en frestast vegna framkvæmda efst á Skólavörðuholtinu. Ný tímasetning er ekki komin á hreint en upplýsingar um nýja tímasetningu verður birt von bráðar.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í reiðinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við sitt hestamannafélag og láta vita af sér, svo hægt sé að áætla fjölda í reiðinni með nokkurri vissu.