Mótstjóri ÍM 2010 ánægður

27.08.2010
Magnús Sigurjónsson, mótstjóri ÍM 2010 hefur vakandi auga með því sem gerist á svæðinu.
Magnús Sigurjónsson, mótstjóri ÍM 2010, er spenntur fyrir deginum í dag. B-úrslit hefjast kl. 15:30. ,,Það verður veisla”, segir Magnús. Magnús Sigurjónsson, mótstjóri ÍM 2010, er spenntur fyrir deginum í dag. B-úrslit hefjast kl. 15:30. ,,Það verður veisla”, segir Magnús. Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur, rennur fínt. Allt hjálpar til, gott veður, góð aðstaða og keppnisvellir, samhentur hópur Sörlamanna í sjálfboðastörfum og knapar er mjög jákvæðir hér á mótinu. Nú svo er veðrið mjög gott. Ég hvet fólk til að mæta á svæðið enda verður þetta bara meira spennandi eftir því sem á líður. Ég minni á að kaffið er frítt hér á svæðinu, við endurvekjum þá gömlu góðu íslensku gestrisni í samstarfi við Gevalia. Hestakosturinn og reiðmennska frábær. Inn á milli fáum við að sjá sýningar í heimsmeistarklassa. Ekki spillir að veðrið er gott og spáin fín, segir Magnús Sigurjónsson og er svo rokinn til að fylgjast með að allt gangi nú vel.