Hápunktar frá landsmótum 2000-2008 komnir inn á WorldFeng

08.02.2021

Nýlega bættist Hestamannafélagið Hörður í hóp þeirra sem hafa keypt aðgang að myndefninu á WorldFeng. 

Heilmikið hefur bæst við af myndefni á síðustu vikum og má þar helst nefna hápunkta frá landsmótum 2000-2008. Þ.e.a.s. verðlaunafhendingar kynbótahrossa, heiðursverðlaun og ræktunabússýningar, úrslit og skeiðkappreiðar.

Einnig eru komin inn myndbönd af þeim 170 kynbótahrossum sem hefðu átt rétt til þátttöku í kynbótasýningu á Landsmóti 2020.

Hestamannafélögum býðst að kaupa aðgang að myndböndunum fyrir 350 kr. á ári fyrir hvern félagsmann 18-69 ára, en almennur aðgangur kostar annars 4.990 á ári fyrir hvern notanda. Tuttuguogeitt hestamannafélög hafa keypt aðgang fyrir sína félagsmenn. Það eru félögin Adam, Borgfirðingur, Brimfaxi,  Dreyri, Freyfaxi, Funi, Geysir, Glaður, Grani, Hörður, Kópur, Léttir,  Máni,  Neisti,  Sindri,  Skagfirðingur,  Sleipnir, Snæfellingur, Sóti, Sörli, Trausti ásamt Félagi hrossabænda.  

Er þitt félag komið með aðgang fyrir sína félagsmenn?

Mikil söguleg verðmæti liggja í myndböndum frá landsmótum liðinna ára, þarna er skrásett saga landsmóta og kynbótasaga íslenska hestsins. 

Þau félög sem hafa áhuga á að kaupa aðgang að myndefninu fyrir sína félagsmenn geta haft samband við skrifstofu LH á netfangið lh@lhhestar.is.