N1 er orðinn einn af stærstu styrktaraðilum LM og LH

24.03.2011
Öllum hestamönnum stendur nú til boða að fá N1 kortið með sérkjörum og um leið geta viðkomandi aðilar valið sitt hestamannafélag til þess að styrkja. Hálf króna af hverjum seldum lítra rennur þá sem fjáröflun til viðkomandi félags. Öllum hestamönnum stendur nú til boða að fá N1 kortið með sérkjörum og um leið geta viðkomandi aðilar valið sitt hestamannafélag til þess að styrkja. Hálf króna af hverjum seldum lítra rennur þá sem fjáröflun til viðkomandi félags.

Þeir aðilar sem nú þegar hafa N1 kort eru vinsamlega beðnir að senda tölvupóst til LH á hm@landsmot.is eða hringja í síma 514-4030 með ósk um hvaða hestamannafélag það vill að kortið sitt styrki og mun sú ósk í engu breyta um kjör viðkomandi hjá N1. LH mun síðan koma þeim skilaboðum áleiðis til N1.

Það er því hagur hestamannafélaganna að þeirra félagar noti kortin frá N1 og er þetta mjög góð fjáröflun fyrir félög innan Landssambands hestamannafélaga.

Aðildarfélög LH og félagsmenn fá frábær kjör með N1 kortinu.
5kr afsláttur af eldsneyti
15% afsláttur af smurolíu
15% afsláttur af smurþjónustu
15% afsláttur af almennum rekstrarvörum
13% afsláttur af vinnu á verkstæði Funahöfða (ísetningar tækja, radíóviðgerðir ofl)
10-30% afsláttur af bíla-og rekstrarvörum (mism eftir vöruflokkum) / (sem dæmi: rafgeymar 18%, síur 30%, bílperur 18%, bremsur 20%, frostlögur 15%, pappírsvörur 15%, bón og hreinsivörur 10-20%).

Sérstök tilboð eru í gangi á hverjum tíma varðandi fjáröflunarvörur.
15% afsláttur af hjólbörðum
15% afsláttur af vinnu við hjólbarða
15% afsláttur af dekkjageymslu
15% afsláttur af Nítró vörum s.s. fatnaði, aukahlutum, varahlutum o.fl. (mótorhjól, fjórhjól, vespur, Jet-Ski o.s.fv. eru undanskilin).

Hægt er að greiða fyrir allar vörur í öllum N1 verslunum og þjónustustöðvum með N1 punktum (1 punktur = 1 króna).

Endilega nýtið þetta góða tækifæri sem getur verið góð tekjuöflun næstu árin og þess má geta að hver N1 korthafi fær 1000 króna afslátt af hverjum miða inn á Landsmót hestamanna 2011 og 2012.