Enn fleiri úrvals hestar í Stóðhestaveltunni!

15.04.2025

Mikilvægasti fjáröflunarviðburður landsliðsins, ALLRA STERKUSTU fer fram laugardaginn 19. apríl næstkomandi. Þar verður hin æsispennandi Stóðhestavelta landsliðsins að sjálfsögðu á sínum stað. Hver veit nema úr henni komi framtíðar heimsmeistari?

Hátt í 100 úrvals stóðhestar sem allir ættu að vilja setja undir taka þátt í veltunni og er það ómentanlegt hversu vel stóðhestaeigendur standa við bakið á landsliðinu.

Fyrirkomulag Stóðhestaveltunnar 2025 er þannig að sala á tollum opnar kl 12:00 Laugardaginn 19. apríl á vef LH. Milli klukkan 17:00 og 19:00 veður hægt að draga tolla í Samskipahöllinni, gegn framvísun greiðslukvittunar. Þeir sem hafa ekki kost á að mæta og draga toll eða fá einhvern fyrir sig í verkefnið, geta óskað eftir því að starfsmenn LH dragi tollinn.

Miðaverð fyrir hvern toll er 70.000 kr. Athugið að að girðinga-, hús-, eða sæðingagjald er ekki innifalið.

Ekki láta þitt eftir liggja, tryggðu þér toll og hjálpaðu liðinu að komast einu skrefi nær Gullinu á HM í Sviss!

Áfram Ísland!

Húsið opnar kl 17 - tryggðu þér miða í forsölu hér á heimasíðu LH

 

 

 

 

Við kynnum næstu 10 stóðhestana til leiks:

 

Hér eru upplýsingar um aðra hesta í veltunni

Stóðahestaveltan - skemmtilegasta fjáröflun sem um getur! | Landssamband hestamannafélaga

Sindri frá Hjarðartúni og næstu hestar í veltunni! | Landssamband hestamannafélaga

Spuni og fleiri verða líka í veltunni! | Landssamband hestamannafélaga

Fyrirkomulag Stóðhestaveltunnar og næstu hestar | Landssamband hestamannafélaga