Námskeið hjá Létti

22.02.2011
Fyrirhugað er námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni í Top Reiter höllinni í byrjun mars.  Námskeiðið verður aðallega ætlað þeim sem eru lengra komnir og hafa hug á sýninga og keppnisþjálfun. Fyrirhugað er námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni í Top Reiter höllinni í byrjun mars.  Námskeiðið verður aðallega ætlað þeim sem eru lengra komnir og hafa hug á sýninga og keppnisþjálfun. Námskeiðið verður þannig uppbyggt, að þetta verða fimm skipti með tveggja vikna fresti. Kennari verður Ásdís Helga Sigursteinsdóttir reiðkennari frá Hólum. Léttisfélagar sitja fyrir ef fullbókast á námskeiðið.
Námskeiðsgjald kr. 10.000.- fyrir Léttisfélaga og 15.000.- fyrir utanfélagsmenn.
Minnt er á að þeir Léttisfélagar sem ekki hafa nýtt sér Samherjastyrkinn geti nýtt sér hann í þetta námskeið.
 
Áhugasamir skrái sig inn á lettir@lettir.is fyrir 25 febrúar
 
Æskulýðsnefnd