Námskeið í Herði 2011

06.01.2011
Æskulýðsnefnd Harðar stendur fyrir fjölmörgum námskeiðum í reiðmennsku veturinn 2011 fyrir börn og unglinga. Kennarar á námskeiðunum eru eins og í fyrra Reynir Örn Pálmason, Súsanna Ólafsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir og við bætist Line Norrgard, en öll eru þau lærðir reiðkennarar frá Hólum. Æskulýðsnefnd Harðar stendur fyrir fjölmörgum námskeiðum í reiðmennsku veturinn 2011 fyrir börn og unglinga. Kennarar á námskeiðunum eru eins og í fyrra Reynir Örn Pálmason, Súsanna Ólafsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir og við bætist Line Norrgard, en öll eru þau lærðir reiðkennarar frá Hólum. Námskeiðin eru yfirleitt frá 6-10 tímar og er polla námskeiðið á 8.000 almenna reiðnámskeið á kr.10.000 knapamerki 1, kr.23000, Knapamerki 2, kr.30.000, kanpamerki 3, á 37.000, knapamerki 4 á 39.000 og keppnisnámskeið á kr.30.000. Skráning á námskeiðin er hafin á heimasíðu Harðar, www.hordur.is  undir námskeið-skráning og lýkur 20 janúar . Námskeiðin hefjast 25 janúar, en tímar verða auglýstir nánar síðar þegar þáttaka og tímafjöldi liggur fyrir.
Fyrir þá krakka sem eiga ólokið prófum í knapamerkjum, er bent á að skrá sig í æfingartíma fyrir sjúkrapróf. Þau geta síðan skráð sig í næsta merki. Skráning og fyrirspurnir sendist á email katrin@leirvogstunga.is eða síma 8667382 Katrín.
Minnum fólk á að nýta sér frístundarávísunina.
Æskulýðsnefndin. :)