Niðurstaða aganefndar um Metamót og skráningu í 150 og 250 m. skeið á sama móti

13.12.2020

Niðurstaða aganefndar um Metamót og skráningu í 150 og 250 m. skeið á sama móti

Í kjölfar erindis sem stjórn LH sendi til aganefndar LH, 11. nóvember sl. vegna framkvæmda skeiðkappreiða á tveimur mótum síðastliðið sumar, hefur aganefnd komist að eftirfarandi niðurstöðu:

  • Fella skuli út allan árangur á Metamóti Spretts sem haldið var dagana 4. til 6. september 2020 úr Sportfeng. Er það gert í ljósi þess að mótsskýrsla sem liggur fyrir af Metamóti er ekki í lögmætu formi og beinlínis röng og nýrri leiðréttri skýrslu hafi ekki verið skilað inn þrátt fyrir áskorun þar um. Mótið teljist því ekki hafa verið löglegt og allur árangur á því felldur út.
  • Sigurbjörn Bárðarson hafi brotið gegn ákvæðum 4. töluliðar a) og b) 9. viðauka laga og reglna LH í keppni á Metamóti Spretts 2020 með skráningu í P1 og P3 á sama hesti á sama móti. Þar sem aganefnd hefur úrskurðað um að allur árangur á viðkomandi móti verði felldur út, kemur ekki til þess að fella þurfi sérstaklega út árangur Sigurbjörns á mótinu.
  • Frederica Fagerlund hafi brotið gegn ákvæðum 4. töluliðar a) og b) 9. viðauka laga og reglna LH í keppni á Skeiðleikum 2 sem haldnir voru 10. júní 2020, með skráningu í P1 og P3 á sama hesti á sama móti. Árangur hennar í P1 og P3 á mótinu skal felldur úr gildi.

Er það niðurstaða aganefndar að ekki sé ástæða til að beita agaviðurlögum í málunum svo sem keppnisbanni eða áminningum.

Þakkar stjórn LH þeim nefndum LH sem fjölluðu um málið fyrir vel unnin störf.

Úrskurðinn í heild sinni má lesa í meðfylgjandi skjali.