NM2008 Gabi Holgeman í A úrslit í fjórgangi fullorðinna

20.08.2008
Gabi Holgeman á Takti frå Örvik keppir í A úrslitum í fjórgangi fullorðinna á NM2008 í Seljord. Keppni í B úrslitunum var jöfn og spennandi og litlu munaði að Laura Midtgård á Herkules fra Pegasus velti Gabi úr sessi í fyrsta sætinu.Gabi Holgeman á Takti frå Örvik keppir í A úrslitum í fjórgangi fullorðinna á NM2008 í Seljord. Keppni í B úrslitunum var jöfn og spennandi og litlu munaði að Laura Midtgård á Herkules fra Pegasus velti Gabi úr sessi í fyrsta sætinu.

Gabi Holgeman á Takti frå Örvik keppir í A úrslitum í fjórgangi fullorðinna á NM2008 í Seljord. Keppni í B úrslitunum var jöfn og spennandi og litlu munaði að Laura Midtgård á Herkules fra Pegasus velti Gabi úr sessi í fyrsta sætinu. Herkules er afar fallegur á litinn, jarpskjóttur, og áberandi á velli. Þokkasonur frá Bjarnanesi.

Gabi reið hins vegar af öryggi, góður reiðmaður, og Taktur vel þjálfaður. Hann er Toppssonur frá Eyjólfsstöðum og móðirin undan Oddi frá Selfossi. Kristján Magnússun á Gelli frá Árbakka hafnaði í þriðja sæti í B úrslitunum. Hann keppir fyrir Ísland.

Mynd: Gabi Holgerman á Takti frá Örvik.

B Úrslit í fjórgangi fullorðinna:

1 Gabi Holgerman / S Taktur från Örvik 6,80

2 Laura Midtgård / DK Herkules fra Pegasus 6,67

3 Kristján Magnússon / IS Gellir frá Árbakka 6,60

4 Mona Fjeld / N Dagfari frá Akureyri 6,57

5 Trude Berthelsen / N Assi frá Stóra-Hofi 5,97

LH-Hestar/Jens Einarsson