NM2008 Loksins niðurstaða í 250 m skeiði

20.08.2008
Rafrænn tímatökubúnaður á NM2008 hefur ekki virkað sem skyldi. Það er ekki nýtt á Norðurlanda- og heimsmeistaramótum. Endurteknar bilanir í búnaðinum hafa sett strik í reikninginn. Ýmist er stuðst við rafræna klukku eða uppreiknaða handklukku.Rafrænn tímatökubúnaður á NM2008 hefur ekki virkað sem skyldi. Það er ekki nýtt á Norðurlanda- og heimsmeistaramótum. Endurteknar bilanir í búnaðinum hafa sett strik í reikninginn. Ýmist er stuðst við rafræna klukku eða uppreiknaða handklukku.

Rafrænn tímatökubúnaður á NM2008 hefur ekki virkað sem skyldi. Það er ekki nýtt á Norðurlanda- og heimsmeistaramótum. Endurteknar bilanir í búnaðinum hafa sett strik í reikninginn. Ýmist er stuðst við rafræna klukku eða uppreiknaða handklukku. Fyrsta niðurstaða eftir seinni umferð í gær var sú að Eyjólfur Þorsteinsson væri með þriðja besta tímann og brons í hlaupinu. Sænskir kvörtuðu og fengu fram leiðréttingu á sínum keppanda. Loka niðurstaða varð sú að Eyjólfur og Linda Tommelstad á Flótta frá Daðil voru úrskurðuð með sama tíma, 23,51 sek., og jöfn í öðru til þriðja sæti.

Þess má geta að skeiðsprettir Eyjólfs og Eitils frá Vindási voru jómfrúarsprettir þeirra, farnir í þeim tilgangi að ná gulli í samanlögðum fimmgangsgreinum. Það tókst næstum því. Eyjólfur þurfti tíma upp á 23,49 sekúndur til að ná settu marki. Það munaði mjóu. Vel af sér vikið hjá Eyjólfi.

NM2008 250 m skeið, úrslit:

01 Guðmundur Einarsson / S Sproti frá Sjávarborg 22,05 sek.

02 Malu Logan / DK Skyggnir frá Stóru-Ökrum 23,44 sek.

03 Linda Tommelstad / S Flóti frá Daðil 23,51 sek.

03 Eyjólfur Þorsteinsson / IS Eitill frá Vindási 23,51 sek.

05 Páll Bragi Hólmarsson / IS Baron fra Teland 25,22 sek.

06 Annika Kyrlund / FIN Freyja from Terriniemi 27,00 sek.

LH-Hestar/Jens Einarsson