NM2008 Þrír Danir á verðlaunapalli í fimmgangi fullorðinna

20.08.2008
Rasmus Møller Jensen, Danmörku, á Svip frá Uppsölum er Norðurlandameistari í fimmgangi fullorðinna. Hann kom fyrstur inn í úrslit og vann þau með nokkrum yfirburðum, fékk 7,28 í einkunn.Rasmus Møller Jensen, Danmörku, á Svip frá Uppsölum er Norðurlandameistari í fimmgangi fullorðinna. Hann kom fyrstur inn í úrslit og vann þau með nokkrum yfirburðum, fékk 7,28 í einkunn.

Rasmus Møller Jensen, Danmörku, á Svip frá Uppsölum er 
Norðurlandameistari í fimmgangi fullorðinna. Hann kom fyrstur inn í 
úrslit og vann þau með nokkrum yfirburðum, fékk 7,28 í einkunn. Tveir 
Danir til viðbótar komust á verðlaunapall, Fredrik Rydström á Króki 
frá Efri-Rauðalæk og Dennis Hedobo Johansen á Alberti frá 
Strandarhöfði. Atli Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, getur því 
verið ánægður með sína menn. Atli hefur verið í fremstu röð 
fimmgangsreiðmanna í áratugi.

Litlu munaði þó að íslenksa keppandanum Eyjólfi Þorsteinssyni á Eitli 
frá Vindási tækist að klóra gullið af þeim dönsku. Hann var óðum að 
endurheimta tökin á skeiðinu en reið það þó full varlega til að ná 
toppeinkunn. Camilla Mood Havig, Noregi, sýndi framúrskarandi 
reiðmennsku á Herjann frá Lian. Sérstaklega á skeiði. Hin klassísku 
þrep öll í heiðri höfð. Hrossið er hins vegar takmarkað að upplagi á 
tölti og brokki.

Úrslitin í fimmgangi voru bæði góð og skemmtileg. Danir eru á urrandi 
siglingu, bæði í hestakosti og reiðmennsku á fimmgangsvængnum. Krókur 
og Albert eru til þess að gera ungir hestar, sjö og átta vetra. Þeir 
eiga framtíðina fyrir sér. Fredrik Rydström er snarpur reiðmaður, en 
hefur jafnframt fullt vald á hinum klassísku þáttum; hesturinn mjúkur 
í hálsi, við taum á öllum gangtegundum. Sérstaklega var brokkið hjá 
honum og Króki gott, en fetið síst.

Mynd: Þrír Danir á verðlaunapalli í fimmgangi

LH-Hestar/Jens Einarsson