Nokkrar áhugaverðar fréttir frá FEIF

04.12.2009
WorldCUP2010 fer fram 18.-20.febrúar 2010 í Óðinsvé, Danmörku, í tengslum við árlega FEIF ráðstefnu sem haldin er á sama stað og tíma. WorldCUP 2010 er einkarekið framtak, stutt af FEIF og DI. Þar verður m.a. hægt að sjá suma af bestu knöpum og hestum frá síðasta heimsmeistaramóti, sýningu rúmlega 30 1.verðlauna stóðhesta, þar af munu tveir stóðhestar sýna afkvæmahópa, folaldasýning, fyrirlestur Þorvaldar Árnasonar um BLUP kerfið og fyrirlestur Sigurðar Sæmundssonar. WorldCUP2010 fer fram 18.-20.febrúar 2010 í Óðinsvé, Danmörku, í tengslum við árlega FEIF ráðstefnu sem haldin er á sama stað og tíma. WorldCUP 2010 er einkarekið framtak, stutt af FEIF og DI. Þar verður m.a. hægt að sjá suma af bestu knöpum og hestum frá síðasta heimsmeistaramóti, sýningu rúmlega 30 1.verðlauna stóðhesta, þar af munu tveir stóðhestar sýna afkvæmahópa, folaldasýning, fyrirlestur Þorvaldar Árnasonar um BLUP kerfið og fyrirlestur Sigurðar Sæmundssonar. Á fundi Æskulýðsnefndar FEIF var rætt um FYCamp 2009 sem haldið var af USIHC. Verkefnið þótti takast mjög vel. Undirbúningur fyrir FYCup2010 í Kalö gengur vel. Þar verður boðið uppá fyrirlestra um mismunandi tegundir méla og hvernig þau hafa áhrif á hestinn. Umsóknarfrestur um “best youth country of the year” rennur út 15.janúar 2010.

Helstu umræðuefni menntanefndar FEIF voru Menntalisti FEIF – Matrixan, stofnun FITO sem er menntadeild fyrir FIPO og FIZO og hugsanlegar umsóknir verkefna í EU-sjóðinn. Nýlega samþykkti Landssamband hestamannafélaga lista íslenskra reiðkennara og yfir fundarhelgina vann nefndin að því að yfirfara listann og samræma hann við FEIF MATRIXUNA. Nú eru yfir 1200 reiðkennarar í Matrixunni.

Á sameiginlegum fundi Kynbótanefndar FEIF og kynbótadómara var síðasta kynbótaár yfirfarið, þar á meðal Heimsmeistaramótið 2009. Ný tímatafla, sem var notast við á HM09, reyndist mjög vel fyrir kynbótasýningarnar og aldrei áður voru jafn mörg góð hross sýnd og nú.
Í mars 2010 verður haldið endurmenntunar og upprifjunarnámskeið fyrir kynbótadómar á Hvanneyri, Íslandi. Næsta kynbótadómaranámskeið gæti verið haldið vorið 2011.

Aðalfundarefni Sportnefndarinnar, ásamt félögum íþróttadómarafélagsins, var skipulag og framkvæmd íþróttakeppninnar eins og hún er í dag. Lagt var til að fjölga styrkleikaflokkum í íþróttakeppni, bjóða uppá nýja flokka fyrir ung hross og fyrir byrjendur. Fyrir þessa flokka yrði saminn nýr dómaraleiðari.
Sportnefndin fór einnig yfir HM2009.

Væntanlegir FEIF atburðir:
19-Feb - 20-Feb    Annual Education Meeting        Denmark
19-Feb - 20-Feb    Annual Sport Meeting        Denmark
19-Feb - 20-Feb    World cup 2010    Odense    Denmark
19-Feb - 21-Feb    FEIF Conference 2010        Denmark

Sjá nánar á ensku á www.feif.org