Nokkrir miðar eftir á Uppskeruhátíðina - gríðarleg stemming!

04.11.2009
Björk Jakobsdóttir hesta- og leikkona verður með uppistand.
Enn er hægt að fá miða á Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway nk. laugardag, 7. nóv. en miðasala hefur annars gengið gríðarlega vel og stefnir í fullt hús í borðhaldinu. Boðið verður upp á glæsilegan þriggja rétta málsverð, flotta dagskrá og dansleik fyrir aðeins kr. 6.900 sem er umtalsverð lækkun frá því í fyrra. Enn er hægt að fá miða á Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway nk. laugardag, 7. nóv. en miðasala hefur annars gengið gríðarlega vel og stefnir í fullt hús í borðhaldinu. Boðið verður upp á glæsilegan þriggja rétta málsverð, flotta dagskrá og dansleik fyrir aðeins kr. 6.900 sem er umtalsverð lækkun frá því í fyrra. Matseðill kvöldsins er eftirfarandi:
Forréttur: Grillaðir sjávarréttir á spjóti með fersku spínati og humarkjarna
Aðalréttur: Glóðarsteiktur lambavöðvi með sherrýbættri sveppasósu
Eftirréttur: Eftirréttafantasía a la Chef

Veitt verða heiðursverðlaun, knapaverðlaun í öllum flokkum og verðlaun til hrossaræktarbús ársins. Einnig mun hin frábæra hesta- og leikkona Björk Jakobsdóttir grínast og Maggi Kjartans og Brokkkórinn slá í klárinn að hætti hestamanna. Veislustjóri verður hinn eini sanni Hermann Árnason, sæðingamaður með meiru, og mun hann án efa miðla af fjölbreyttri reynslu sinni við landbúnaðarstörf og sundæfingar á hestum! Síðast en ekki síst mun skagfirska stuðsveitin Von leika fyrir dansi fram undir morgun svo fótaliprir fái útrás. Semsagt - hestamenn að skemmta hestamönnum sem eru samankomnir til að skemmta sér með öðrum hestamönnum! Getur ekki klikkað!

Þeir sem ekki vilja missa af þessari frábæru hátíð geta náð sér í miða hjá miðasölu Broadway í Ármúla 9 alla virka daga frá kl. 13-17, síminn er 533 1100. Einnig er hægt að kaupa miða á dansleik eftir miðnætti í forsölu, en ballmiðinn kostar 2.500 kr. 

Hestamenn! Komum saman á góðri stund - gleymum kreppu og kút, sorg og sút og skemmtum okkur eins og hestamönnum einum er lagið!!
 
Félag hrossabænda og Landssamband hestamannafélaga