Norðurlandamót framundan

27.02.2024

Landsliðsþjálfarar LH óska eftir upplýsingum um knapa og hesta sem gefa kost á sér til þátttöku á Norðurlandamóti 2024.

Norðurlandamótið 2024 verður haldið dagana 8. til 11. ágúst í Herning í Danmörku. Á NM er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í flokki fullorðinna, ungmenna og unglinga.

Knapar sem ekki eru í landsliðshópum LH nú þegar en gefa kost á sér til þátttöku, hvort sem er á Íslandi eða erlendis, eru beðnir um að fylla út  eyðublað á vef LH og láta þannig vita af sér. Óskað er eftir upplýsingum um keppnisárangur, hvar hesturinn er staðsettur og myndbandi af hestinum. Landsliðsþjálfarar LH skoða allar umsóknir og fylgjast með þeim knöpum sem gefa kost á sér. Ef knapi hefur fleiri en einn hest í boði er hann beðinn um að fylla út sérstaka umsókn fyrir hvern hest.

Endanlegt val á landsliði fyrir Norðurlandamót verður tilkynnt í júlí.