Norðurlandamót - umsóknarfrestur til 1. maí

29.04.2016

 

Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið í Biri í Noregi dagana 8. - 14. ágúst 2016.
Einnig fer fram Norðurlandamót í Gæðingakeppni á sama tíma. Keppt verður í A og B flokki gæðinga, og ungmennaflokki.

Nú er opið fyrir umsóknir og þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu í sumar geta sent umsóknir á lh@lhhestar.is

Ungmenni sem hafa áhuga þurfa að hafa keppt að lágmarki eitt mót á þeim hesti sem þeir hyggjast keppa á.

Umsóknarfrestur er 1. maí nk.

Smellið hér til að nálgast umsóknareyðublað. Athugið að eyðublaðið hleðst niður og opna þarf það (downloads) í word og þá er hægt að fylla inní það.