Nú birtast slysaskráningar á kortavefsjánni

03.06.2024

Við viljum minna hestafólk á hnappinn – Slysaskráning á heimasíðu LH. Þar er hægt að tilkynna slys en einnig væri gott ef hestamenn myndu skrá þá staði þar sem litlu hefði mátt muna að slys hefði getað orðið, eða augljós slysahætta er til staðar.

Með því að skrá þessar upplýsingar fáum við yfirlit yfir það, hvar vankantar eru á öryggi hestamanna sem hægt er að bæta úr og laga svo fleiri lendi ekki í óhöppum. Slysstaðir sem gefnir eru upp í skráningunni eru síðan færðir inn á kortavefsjá LH og þannig geta notendur hennar séð hvar varhugaverðar aðstæður eru til staðar og farið með gát um þau svæði á meðan unnið er að úrbótum.

Á kortavefsjá LH eru skráðar reiðleiðir um allt land alls um 12500km það er eru einnig hægt að leita upplýsinga um vegvísa, áningar, skála, fjárréttir og neyðarskýli og nú einnig hvar slys hafa verið tilkynnt.