Nú styttist í landsmót!

24.06.2008
Kátt yfir við afhendingu. F.v. Sigurður Ævarsson, mótstjóri LM, Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður Rangárbakka ehf., Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts ehf. og Kristinn Guðnason, formaður Rangárhallarinnar.
Það styttist óðum í Landsmót og undanfarið hafa rekstraraðilar Gaddstaðaflata, þ.e. Rangárbakkar ehf. og Rangárhallarinnar langt nótt við nýtan dag við að ljúka framkvæmdum. Í gær tók Landsmót formlega við svæðinu og var kátt yfir fólki þegar afhendingin fór fram á Gaddstaðaflötum í blíðskaparveðri. Það styttist óðum í Landsmót og undanfarið hafa rekstraraðilar Gaddstaðaflata, þ.e. Rangárbakkar ehf. og Rangárhallarinnar langt nótt við nýtan dag við að ljúka framkvæmdum. Í gær tók Landsmót formlega við svæðinu og var kátt yfir fólki þegar afhendingin fór fram á Gaddstaðaflötum í blíðskaparveðri.

Það styttist óðum í Landsmót og undanfarið hafa rekstraraðilar Gaddstaðaflata, þ.e. Rangárbakkar ehf. og Rangárhallarinnar langt nótt við nýtan dag við að ljúka framkvæmdum.  Í gær tók Landsmót formlega við svæðinu og var kátt yfir fólki þegar afhendingin fór fram á Gaddstaðaflötum  í blíðskaparveðri.  Að sögn þeirra Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Landsmóts ehf. og Sigurðar Ævarssonar, mótstjóra hefur samstarfið verið afar gott í undirbúningnum og segir hún leigsalana skila af sér svæði og reiðhöll með sóma og eins og um var samið.  ,,Við byrjuðum strax í gær að slá upp 1.200 fm veitinga- og skemmtitjaldi í blíðskaparveðri með vöskum hópi sveina úr Flugbjörgunarsveitinni á Hellu” segir Jóna Fanney.  Í tjaldinu verður úrval veitinga og tjúttað fram til kl. 01:00 á kvöldin, Hjálmarnir verða m.a. með dansleik í tjaldinu á laugardagskvöldið.  “Það er mikið umleikis og margt að gera en allt á áætlun.  Þetta verður frábært mót í alla staði” segja þau Jóna Fanney og Siggi Ævars og eru þar með rokin af stað í frekari undirbúning.