Ný útgáfa af Kappa

12.05.2015

Nú var að koma ný útgáfa af Kappa og er mælt með að allir notendur uppfæri Kappa hjá sér á öllum tölvum sem keyra forritið. Nýja útgáfan hefur útgáfunúmer 2.1. Uppfærslan er sótt á vef LH, alveg eins og ef setja á mótið upp í fyrsta sinn. Fylgið leiðbeiningunum!

Þeir sem eru á þessari stundu búnir að sækja mót yfir í Kappa og farnir að vinna með það þar ættu að klára það mót og senda það inn áður en þeir uppfæra forritið. Þeir sem eiga stofnað mót í SportFeng en hafa ekki sótt það ættu að uppfæra strax, áður en mótið er sótt. Hafi menn þegar útbúið gagnaskrá og jafnvel sótt mót en ekki hafið neina vinnslu með það í Kappa ættu þeir að láta SportFeng útbúa nýja gagnaskrá, uppfæra Kappa og sækja mótið að nýju.

Það sem lagað hefur verið í þessari nýju útgáfu eru eftirfarandi atriði:

  1. Ef keppendur eru jafnir í gæðingaskeiði eiga einkunnir frá dómurum að raða þeim í sæti en ekki tímar, forritið á að gera þetta rétt núna.
  2. Röð gangtegunda á eyðublöðum dómara á nú að vera rétt.
  3. Samanlagðar einkunnir eiga nú að reiknast rétt. Á það skal þó bent að erfitt er að prófa þetta atriði alveg til hlýtar og því eru notendur beðnir um að yfirfara þetta vel og meta hvort forritið er ekki að reikna rétt. Þetta á sérstaklega við á stórum mótum.

Verði notendur varir við einhverjar villur eða vandamál í þessari nýju útgáfu eru þeir beðnir um að koma þeim upplýsingum strax á framfæri við skrifstofu LH sem kemur þeim á framfæri við Tölvunefnd LH.
----

Bestu kveðjur,
Þórður, formaður tölvunefndar