Nýr mótsstjóri hefur verið ráðinn fyrir LM2016

26.05.2015
Eyþór Jón Gíslason

 

Nú hefur nýr mótsstjóri verið ráðin fyrir Landsmót sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016. Fyrir valin varð Eyþór Jón Gíslason stjórnarmeðlimur LH með meiru.

Eyþór Jón Gíslason er Dalamaður búsettur í Búðardal og félagi í Hestamannafélaginu Glað. Hann starfar sem rekstrarstjóri á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni í Búðardal ásamt því að vera starfandi sjúkraflutningamaður á svæðinu. Eyþór hefur verið í sveitarstjórn Dalabyggðar um árabil og gengt ýmsum störfum fyrir sveitarfélagið. Hann hefur verið í framkvæmdarstjórn Fjórðungsmóts Vesturlands síðustu 4 fjórðungsmót og hefur einnig starfað á fjórum síðustu landsmótum. Eyþór stundar hrossarækt með föður sínum og eru að fæðast um 5 folöld á ári. Sambýliskona Eyþórs er Svala Svavarsdóttir. 

LH og Landsmót hestamanna óskar honum velfarnaðar í því stóra verkefni.