Nýr starfsmaður á skrifstofu LH

22.01.2019

Berglind Karlsdóttir hefur verið ráðin af stjórn Landssambands hestamannafélaga í 100% starf sem starfsmaður skrifstofu og verkefnastjóri afreksmála LH. Berglind er með B.Sc. í landafræði og meistarnám í mannauðsstjórnun og stundar hestamennsku í Fáki í Reykjavík.