Ólafur Andri knapi ársins hjá Gusti

10.04.2009
Ólafur Andri Guðmundsson var útnefndur Knapi ársins 2008 í Gusti á Dymbilvikusýningunni í gærkvöldi. Ólafur Andri er vel að titlinum komin, vaxandi keppnismaður, prúður, fagmannlegur og góð fyrirmynd. Á liðnu ári varð hann m.a. Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í opnum flokki á Íslandsmóti, keppti fyrir hönd Gusts á LM, vann til verðlauna á ýmsum mótum og sýndi eftirminnilega hryssuna Djörfungu frá Ketilsstöðum í kynbótadómi, en hún varð 2. í flokki fjögurra vetra hryssna á LM 2008 og er ein hæst dæmda 4ra vetra hryssa í heiminum í dag, með 8.68 fyrir hæfileika. Ólafur Andri Guðmundsson var útnefndur Knapi ársins 2008 í Gusti á Dymbilvikusýningunni í gærkvöldi. Ólafur Andri er vel að titlinum komin, vaxandi keppnismaður, prúður, fagmannlegur og góð fyrirmynd. Á liðnu ári varð hann m.a. Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í opnum flokki á Íslandsmóti, keppti fyrir hönd Gusts á LM, vann til verðlauna á ýmsum mótum og sýndi eftirminnilega hryssuna Djörfungu frá Ketilsstöðum í kynbótadómi, en hún varð 2. í flokki fjögurra vetra hryssna á LM 2008 og er ein hæst dæmda 4ra vetra hryssa í heiminum í dag, með 8.68 fyrir hæfileika.

Ólafur Andri hefur keppt fyrir Gust frá unga aldri og ávallt verið til mikillar fyrirmyndar. Hann hefur stundað íþrótt sína af miklum metnaði og elju og uppsker í samræmi við það. Ólafur Andri stundar nú nám við reiðkennaradeild Háskólans á Hólum þaðan sem hann mun útskrifast í vor.
Hestamannafélagið Gustur óskar Ólafi Andra til hamingju með árangurinn!
 
Ljósm.: Ólafur Andri sýnir Djörfungu frá Ketilsstöðum. Ljósm.: Jens Einarsson