Olil Amble efst í fimmgangi eftir forkeppni

07.08.2019

Forkeppni í fimmgangi er nú lokið á Heimsmeistaramótinu í Berlín. Olil Amble og Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum áttu frábæra sýningu og eru efst eftir forkeppni með einkunnina 7,53 og Gústaf Ásgeir Hinrkisson er fimmti eftir forkeppni og mæta þau bæði í a-úrslit á sunnudag. Í ungmennaflokki áttu Glódís Rún Sigurðardóttir og Trausti frá Þóroddsstöðum mjög góða sýningu en voru dæmd úr leik vegna smávægilegs áverka og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Bjarkey frá Blesastöðum drógu sig úr keppni þar sem Bjarkey varð fyrir óhappi á æfingu.

Á morgun er keppt í slaktaumatölti og þar mæta til leiks Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði, Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey, Máni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi og í ungmennaflokki Hákon Dan Ólafsson og Stirnir frá Skriðu.

Mikil stemmning er á svæðinu og er fjöldi Íslendinga mættur til að styðja sitt fólk. Áfram Ísland.