Opið bréf til Einars í Freyfaxa

16.02.2009
Kæri Einar, eftir að lesa bréfið frá þér sem birtist á netmiðlum hestamanna í gær þá sjáum við Léttismenn ekki annað hægt en að svara þér. Kæri Einar, eftir að lesa bréfið frá þér sem birtist á netmiðlum hestamanna í gær þá sjáum við Léttismenn ekki annað hægt en að svara þér. Það eru ýmsar tilfinningar sem brjótast um með okkur og er ein sú helsta sennilega særindi yfir því að þú skulir væna okkur um lágkúru og segja okkur aumkunnarverð.

Ástæða þessarar tímasetningar Bautamanna er einungis vegna hefðarinnar,  Bautatölt er haldið 3 laugardag í febrúar, nákvæmlega mánuði á undan Stjörnutölti Léttis.

Ekki ætlum við að munnhöggvast við þig en þykir miður að þessi mót hafi lent á sömu helgi en ef þú skoðar söguna þá er það hvorki Bautamönnum né stjórn Léttis um að kenna.

Með von um góð mót
Stjórn Léttis.