Opið er fyrir umsóknir á FEIF Youth Cup 2020

17.03.2020
Hópurinn sem fór í Youth Cup 2018 í Svíþjóð

FEIF Youth Cup 2020 verður haldinn í Vilhelmsborg í Danmörku 18. – 26. júlí 2020 og er fyrir unglinga sem eru 14 – 17 ára. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir þá sem vilja sækja um.

Ísland fær að senda 8 fulltrúa á mótið og mun æskulýðsnefnd LH fara yfir allar umsóknir sem berast skrifstofunni. Umsóknarfresturinn rennur út 27. mars 2020

Fylltu út umsóknareyðublaðið og ýta á senda :) Ath að allt sem er stjörnumerkt þarf að fylla út og setja mynd í viðhengi.

Þessu skemmtilega ævintýri fylgir töluverður kostnaður. Krakkarnir sem farið hafa út fyrir Íslands hönd á FEIF Youth Cup hafa síðustu ár verið dugleg að sækja um styrki til ýmissa aðila, t.d. fyrirtækja, hestamannafélaganna sinna og fleiri velviljaðra aðila. Þannig er hægt að safna upp í ferðina eins og flest börn í íþróttum þurfa að gera, á ýmsan máta með dugnaði, metnaði og hugmyndaflugi! Í ljósi þess sem er að gerast í heiminum þessa dagana er mjög erfitt að áætla kostnað. Til þess að gefa einhverja hugmynd þá var áætlaður kostnaður árið 2018 um 170.000 kr fyrir utan kostnað við hesta (ef að þarf að leigja hest).

Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu LH lh@lhhestar.is