Opið fyrir skráningu á Íslandsmót

10.07.2024

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið í Víðdal í sumar, það er Hestamannafélagið Fákur sem heldur mótið dagana 24.júlí – 28.júlí. Þátttökurétt eiga þau pör sem hafa náð lágmörkum í hverri grein á þessu ári ekki síðar en 19. júlí en þá lýkur skráningu á mótið.

Pör sem náð hafa lágmörkum í hringvallagreinum í fullorðinsflokki og ungmennaflokki hafa heimild til að taka þátt á mótinu. Lágmörk gilda einnig í skeiðgreinum, 100m, 150m, 250m og gæðingaskeiði. Í Gæðingalist eru það fyrir 15 sem skrá sig.

Víðidalurinn mun án efa skarta sínu fegursta og það verður spennandi að fylgjast með bestu hestum og knöpum landsins etja þar kappi.

Skráning er hafin og lýkur 19. júlí kl 23:59. Skráningagjald í hverja grein eru 15.000kr. Skráning fer fram í sportfeng og velja þar Fák sem mótshaldara.

skraningar@fakur.is

 

Þau lágmörk sem pör skulu hafa náð eru eftirfarandi;

F1 – Fullorðnir 6,80

F1 – Ungmenni 6,10

V1 – Fullorðnir 7,00

V1 – Ungmenni. 6,50

T1 - Fullorðnir. 7,40

T1 – Ungmenni. 6,60

T2 - Fullorðnir. 7,00

T2 - Ungmenni 6,20

PP1 – Fullorðnir 7,10

PP1 – Ungmenni 5,90

P2 100m – Fullorðnir 8,0 sek

P2 100m – Ungmenni 9,0 sek

P3 150m – Opinn flokkur 15,40 sek

P3 1500m - Ungmenni 17,00 sek

P1 250m - Opinn flokkur 24,80 sek

P1 250m – ungmenni 26,00 sek

Gæðingalist – Fullorðnir – Fyrstu 15 sem skrá.

Gæðingalist – Ungmenni – Fyrstu 15 sem skrá.