Opið hestaþing Mána og Brimfaxa

31.05.2013
Opið hestaþing Mána og Brimfaxa fer fram helgina 7.-9. júní nk á Mánagrund.

Opið hestaþing Mána og Brimfaxa fer fram helgina 7.-9. júní nk á Mánagrund.


Allir flokkar eru opnir og í boði verða eftirtaldir flokkar:
Pollar teyminga
Pollar ríðandi
Tamningaflokkur (5 vetra og yngri)
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
A-flokkur
B-flokkur
A-flokkur áhugamanna ( tölt, brokk, skeið – riðið eftir þul, 3 inná í einu )
B-flokkur áhugamanna (tölt, brokk, yfirferð - riðið eftir þul, 3 inná í einu)


Skráningagjöld eru 3500kr á grein. Pollar greiða 1000.


Lágmarks þáttaka í áhugamannaflokkana er 5 knapar.


Föstudagskvöldið 7.júní kl.19 verða kappreiðar og verður skráning á staðnum, engin keppnisgjöld. Kappreiðar eru einungis fyrir félagsmenn Mána og Brimfaxa.


Grillveisla verður á laugardagskvöldinu í Mánahöllinni eftir að dagskrá mótsins lýkur þann daginn. Verð í grill fyrir fullorðna er 1500kr og 500kr fyrir börn undir 13 ára. Allir velkomnir og höfum gaman saman.
Skráning í grill er á mani@mani.is eða senda sms í síma 861-2030.


Skráning á mótið er hafin á eftirfarandi vefslóð: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
• Passa þarf að velja mót í efstu línu, velja svo Mána sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti.
• Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Opið hestaþing Mána og Brimfaxa (neðri valmöguleiki). Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu.
• Tamingaflokkur er undir flokknum; Annað.
• A- og B- áhugamannaflokkar eru í sér atburði (efri valmöguleiki).
• Keppandi velur sér keppnisgrein. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: mani@mani.is
Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.


Í boði er líka að skrá sig í gegnum mani@mani.is
Upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru:
• Kennitala knapa og nafn
• IS númer hests, nafn og uppruni
• Flokkur sem keppandi vill keppa í
• Kreditkortanúmer og gildistími
• Símanúmer knapa eða forráðamanns
Ef eitthvað er óljóst má senda fyrirspurn í pósti á mani@mani.is


Með von um að sjá sem flesta.
Mótanefndir Mána og Brimfaxa