Opið mót á Melgerðismelum 18.-19. ágúst

13.08.2012
Opið mót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 18.-19. ágúst.


Keppt verður í :
A- flokki, B- flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og verður sérstök forkeppni með þrjá inni á vellinum í einu.

Tölt, með tvo inni á velli í forkeppni.

100m skeið, 150m skeið og 250m skeið.

300m stökk og 300m brokk.

Félagið áskilur sér rétt til að fella niður greinar ef þátttaka verður ekki næg.

Peningaverðlaun verða í boði í kappreiðum 1. verðlaun 15 þús. – 2. verðlaun 10 þús. og 3. verðlaun 5 þús. kr.

Skráning er á litli-dalur@litli-dalur.is og lýkur skráningu miðvikudaginn 15. ágúst. Fram þarf að koma IS númer hests og nafn, kt. og nafn eiganda og kt. og nafn knapa ásamt í hvaða keppnisgrein er verið að skrá í. Í Tölti þarf að taka fram uppá hvora hönd riðið verður.

Skráningargjald kr. 2.000- fyrir hverja grein greiðist inn á bankar. 0162-26-3682, kt. 470792-2219. Greiða þarf í síðasta lagi miðvikudaginn 15. ágúst.

Hestamannafélagið Funi