Opin Gæðingakeppni Léttis og úrtaka fyrir Landsmót.

28.05.2018

Opin Gæðingakeppni Léttis og fyrri úrtaka fyrir Landsmót verður haldin á Hlíðarholtsvelli 8-9 júní, seinni úrtakan fyrir Landsmót verður svo haldin á Hringsholtsvelli á Dalvík 15-16 júní.

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/ og velja þarf Gæðingakeppni Léttis fyrir fyrri úrtökuna og á Gæðingakeppni Hrings fyrir þá seinni. Skráningu líkur í báðar úrtökurnar á miðnætti miðvikudagsins 6.júní (Hringsfélagar hafa þó lengri skráningarfrest á seinni úrtökuna og verður það auglýst síðar).

Skráningargjaldið er 5000 kr. fyrir fullorðna á fyrri úrtökuna og 3000 kr. fyrir börn og unglinga á þá fyrri. Skráningargjaldið á seinni úrtökuna er 3500 kr. fyrir fullorðna og 2000 kr. fyrir börn og unglinga.

Besta einkunn hests gildir inn á Landsmót sama á hvorri úrtökunni sú einkunn vannst.

Þeir sem skrá sig á Gæðingakeppni Hrings eftir miðnætti 6. júní eru einungis að taka þátt í gæðingakeppni Hrings en ekki í úrtöku fyrir Landsmót (nema að sjálfsögðu Hrings félagarnir).

Þessar úrtökur eru sameiginlegar fyrir Léttir, Funa, Grana, Hring, Þráinn og Þjálfa.

A.T.H. fyrirhugaðri seinni úrtöku 13. júní hefur verið aflýst og í staðinn verður hún á Dalvík.

Keppt verður í:

A flokki gæðinga

B flokki gæðinga

C flokki gæðinga

Ungmennaflokki

Unglingaflokki

Barnaflokki

T1 tölt – opinn flokkur (aðeins forkeppni).

5 dómarar dæma á Akureyri og 3 dómarar á Dalvík.

 

Allar afskráningar þurfa að berast á netfangið ath@raftakn.is , sjá reglur um afskráningar númer 8.4.8 Dregið til baka úr keppni (er hér neðar í færslunni). Afskráning er ekki gild nema hún komi á netfangið ath@raftakn.is

Mótstjóri á Gæðingakeppi Léttis og fyrri úrtökuna er Andrea og allar nánari upplýsingar eru í s. 864 6430 og yfirdómari er Sigurður Ævarsson.

 

Til upplýsinga:

2.3.1 Ábyrgð keppenda, leiðbeinenda og þjálfara

Keppendur sjálfir bera mjög mikla ábyrgð við að kynna og standa vörð um sanngjarna keppni í sinni

íþrótt. Þrátt fyrir ábyrgð annarra þá er er það keppandinn sem fyrst og síðast getur á beinan hátt

haft mest áhrif á það hvort keppni er sanngjörn eður ei með því að hafa skilning á þeim reglum sem

varða keppni og að fara af trúverðugleika eftir þeim, hvort sem einhver sér til eður ei.

Þekktir keppendur verða að átta sig á hversu mikil áhrif þeirra fordæmi getur haft og viðurkenna

ábyrgð sína sem fyrirmyndir. Þetta á við um gjörðir þeirra á hestinum sem og þegar hann er ekki á

hestbaki, á upphitunarsvæði sem og á keppnisvellinum.

Leiðbeinendur og þjálfarar geta einnig haft áhrif á ímynd sanngjarnrar keppni og sett gott fordæmi

með því að draga úr hugsanlegum virðingarskorti skjólstæðinga sinna fyrir reglunum og gert

athugasemdir við hugsanlegar óviðeigandi gjörðir skjólstæðinga sinna. Leiðbeinendur hafa jafnmikil

áhrif með fordæmi sínu og þeir hafa með tilsögn sinni.

 

7.3.1 Keppnisréttur og skráning

Rétt til þátttöku í gæðingakeppni hafa öll tamin hross 5 vetra og eldri í eigu félagsmanna innan LH, ef

þeir fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í reglum þessum. Ekki er heimilt að skrá 5v hesta í fleiri

en tvær keppnisgreinar eða sýningar á sama móti.

Hestur getur aðeins keppt fyrir eitt félag hvert almanaksár. Hann skal vera skráður í eigu félagsmanns

í því félagi í síðasta lagi þann dag sem skráningu lýkur á mótið. Þetta gildir einnig í barna-, unglinga og

ungmennaflokkum. Undantekning er keppni eða sýningar í fjáröflunarskyni.

Heimilt er að skrá hesta í eigu hestabús og/eða ræktunarsambands til þátttöku í gæðingakeppni á

vegum aðildarfélaga LH, enda sé formaður búsins, eða einhver eigandi þess, félagsmaður í

viðkomandi félagi. Ef um fjöleignafélag er að ræða skal við skráningu tilgreina hvaða eigandi er

ábyrgur fyrir skráningunni. Hestum hvers bús skal þó aðeins heimilt að taka þátt í keppnum eins

félags, þ.e. með sama hætti og gildir um hesta almennra félagsmanna.

Hross, sem taka þátt í kynbótasýningu, eiga ekki þátttökurétt í gæðingakeppni lands- og

fjórðungsmóta, að því undanskildu að hross sem taka þátt í kynbótasýningu sem afkvæmi í

afkvæmahópi, hafa þó rétt til þeirrar þátttöku.

 

7.4.3 Framkvæmd keppni

Á innanfélags- og smærri mótum hefst forkeppnin á því að hestunum er riðið í dóm, einum í einu,

eftir skráningarröð. Mótstjórn er þó heimilt að leyfa 3-5 hesta í dómi í einu, samkvæmt sérstökum

reglum LH um gæðingakeppni (sjá kafla 7.8).

Keppnin hefst á miðri skammhlið og skal keppandi ríða stystu leið, er hann kemur inn á völlinn, að

byrjunarskammhlið sinni. Hann gefur síðan til kynna með greinilegri höfuðhneigingu að hann hafi

hafið keppni.

Keppanda er frjálst að sýna gangtegundir í þeirri röð sem hann kýs. Hann ræður upp á hvora höndina

hann hefur keppni og má skipta einu sinni um hönd í sýningu, þá á skammhlið. Keppandi hefur 3

hringi til umráða, þ.e. 6 langhliðar. Í A flokki er heimilt að nota beinu brautina einu sinni, í stað einnar

langhliðar á hringvelli. Endi knapi sýningu á beinni braut, skal hann eftir 2,5 hring, enda

hringvallarsýninguna á skammhlið og ríða svo ferjuleið út á enda beinu brautarinnar. Noti sýnandi

beina braut áður en hann hefur lokið 2,5 hringjum á hringvelli, fer hann af miðri skammhlið, ferjuleið

á enda beinnar brautar. Eftir að hafa farið beinu brautina ber honum að ríða inn á hringvöllinn

ferjuleið á næstu skammhlið og ljúka svo sýningu á skammhlið. Endi keppandi sýningu á beinni

braut, endar hann sýninguna við enda beinu brautarinnar. Knapi skal gefa til kynna með greinilegri

höfuðhreyfingu að hann hafi lokið keppni.

Eftir að hafa lokið síðasta sýningaratriði verður knapi að hafa hægt á hesti sínum niður á fet fyrir

miðja næstu langhlið. Riðið skal stystu leið út af hringvellinum, að teknu tilliti til þess hvar hestur

er kominn niður á fet eftir sýningu.

Dómarar gefa hestunum einkunn fyrir hvert dæmt atriði með spjöldum sem stjórnandi les. Heimilt

er að sýna einungis heildareinkunn hests að lokinni keppni hans. Þá skal sýna útprentað á blaði

sundurliðun einkunna hvers hests og röð keppenda eftir einkunnum, strax að lokinni hverri

keppnisgrein.

Á lands- og fjórðungsmótum skal sýna röð keppenda eftir einkunnum á tölvuskjá að loknum dómi

hvers hests.

 

7.7 Reglugerð LH um barna-, unglinga- og ungmennakeppni

7.7.1 Keppendur í yngri flokkum

Keppnin fer fram í fjórum aldursflokkum, flokki polla, barna, unglinga og ungmenna. Aldur keppenda

miðast við almanaksárið, þannig að í pollaflokki eru þeir sem eru 9 ára og yngri, í barnaflokki eru þeir

sem verða 10-13 ára á keppnisárinu, í unglingaflokki sem verða 14-17 ára á keppnisárinu og í

ungmennaflokki sem verða 18-21 árs á keppnisárinu. Aldurstakmörk fyrir barnaflokk eru bindandi,

þ.e. þótt ekki sé boðið upp á pollaflokk mega yngri knapar ekki keppa í barnaflokki. Ekki er keppt í

pollaflokki á Landsmóti.

Í þessum yngri flokkum er það ekki hesturinn, heldur knapinn, sem vinnur til verðlauna.

7.7.2 Keppnishesturinn í yngri flokkum

Keppandi í barna- unglinga- og ungmennaflokki má ekki mæta til keppni með hest, sem tekur þátt í

öðrum greinum mótsins, nema hann sýni hann sjálfur.

Hver keppandi má skrá til leiks fleiri en einn hest. Komi barn, unglingur eða ungmenni fleiri en einum

hesti í úrslit verður hann að velja hvaða hesti hann ríður í úrslitum. Hann skal svo tilkynna sínu félagi

hvaða hest hann hyggst fara með á Landsmót áður en skráningarfresti á viðkomandi Lands-,

fjórðungs- eða stórmót lýkur, óháð því hvað hesti hann ríður í úrslitum. Keppandi í yngri flokki á

Landsmóti getur ekki jafnframt verið varaknapi með annan hest í sínum flokki.

Sá hestur, sem keppandi í barna- unglinga- eða ungmennaflokki mætir með í keppni, verður að vera í

eigu aðalfélaga sama félags og keppandinn er í.

Forfallist skráður hestur keppanda á lands-, fjórðungs- eða stórmóti, kemur varakeppandi og hestur

hans í stað þess forfallaða.

 

8.4.8 Dregið til baka úr keppni

Á mótum þar sem lið keppa skulu liðsstjórar tilkynna hvort knapar og hestar séu heilbrigðir og

tilbúnir til þátttöku í úrslitum, að minnsta kosti einni klukkustund áður en fyrstu úrslit í viðkomandi

grein hefjast.

Á mótum þar sem ekki keppa lið er gengið út frá því að knapi og hestur séu heilbrigðir og tilbúnir til

þátttöku nema annað sé tilkynnt sérstaklega, að minnsta kosti einni klukkustund áður en fyrstu úrslit

í viðkomandi grein hefjast. Eftir þau tímamörk er einungis unnt að draga sig til baka úr úrslitum liggi

fyrir staðfesting dýralæknis eða læknis, sem skoðar hestinn á keppnisstað, á veikindum eða helti

hestsins eða knapa þegar við á. Að öðrum kosti strikast allur árangur knapans út af mótinu og hann

dæmist í tveggja vikna keppnisbann er hefst á mánudegi eftir að móti lýkur.

Afskráningar úr forkeppni skulu berast a.m.k. klukkustund fyrir upphaf greinar í viðkomandi flokki,

nema um augljós forföll vegna helti eða annarra óhappa sé að ræða.

Ef hestur af einhverjum ástæðum mætir ekki í úrslit eða er dæmdur úr leik og heildartala hesta í

úrslitum fer niður fyrir 10 (eða 5 ef ekki eru B-úrslit) kemur næsti hestur, sem vill þiggja sætið, úr

forkeppni inn í stað hans. Ef í næsta sæti eru fleiri en einn hestur jafnir, koma þeir allir inn í úrslitin.

Íslensk sérregla: Hafi knapi komið fleiri en einum hesti í úrslit, A, B eða C úrslit, skal hann ákveða á

hvorum/hvaða hesti/num hann hefur keppni í úrslitum. Laus sæti í þeim úrslitum má fylla með

næstu keppendum. Ef einn eða tveir eru jafnir í næsta sæti skulu þeir allir komast í þau úrslit. Sami

knapi má ekki hefja keppni í bæði C, B eða A úrslitum í sömu grein með sitthvorn hestinn.