Opna íþróttamót Mána - skráning

10.04.2012
Skráning í Opna íþróttamót Mána (World Ranking) sem haldið verður dagana 20-22 apríl verður fimmtudaginn 12 apríl í Mánahöllinni og í síma milli kl 20 og 22. Skráning í Opna íþróttamót Mána (World Ranking) sem haldið verður dagana 20-22 apríl verður fimmtudaginn 12 apríl í Mánahöllinni og í síma milli kl 20 og 22.
Einnig verður tekið á móti skráningum á netfangið mani@mani.is (netskráningu lýkur fimmtudaginn 12. apríl kl 24.)
Skráningargjald er kr 3.500 á grein nema í pollaflokka kr 1.500.   Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum og flokkum. ATH einnig verða pollaflokkar í boði (ekki raðað í sæti).

Einnig viljum við vekja sérstaka athygli á því að í boði verða einnig T5 og T7
(T5 -Verkefni:
Hægt tölt – hægt niður á fet og skipt um hönd
Hraðabreytingar, aukinn hraði á langhliðum, hægt tölt á skammhliðum.)
(T7-Verkefni:
Hægt tölt – hægt niður á fet og skipt um hönd
Frjáls ferð á tölt)

Við skráningu þarf að koma fram kennitala knapa, IS númer hests, keppnisgrein, flokkur og upp á hvora hönd er riðið í hringvallagreinunum.  Þeir sem hringja eða senda póst þurfa að láta kortanúmer og gildistíma korts fylgja.

Símar til að hringja í á fimmtudagskvöldið eru:
 
695-0049     vodafone
866-0054     síminn
861-2030     Nova
869-3530    síminn
861-9641    síminn