Örfá pláss eftir á Svellkaldar!

21.02.2009
Skráning á ístöltsmótið "Svellkaldar konur" fluggengur og nú eru aðeins örfá pláss eftir af þeim 100 sem í boði eru. Þannig að þær konur sem hafa hugsað sér að taka þátt þurfa að hafa hraðann á. Skráning á ístöltsmótið "Svellkaldar konur" fluggengur og nú eru aðeins örfá pláss eftir af þeim 100 sem í boði eru. Þannig að þær konur sem hafa hugsað sér að taka þátt þurfa að hafa hraðann á. Skráning fer eingöngu fram á vefnum www.gustarar.is undir liðnum "Skráning." Ganga þarf frá greiðslu með kreditkorti samhliða skráningunni, öðrum kosti staðfestist hún ekki. Mótið fer fram annan laugardag, 28. febrúar nk. og hefst kl. 17. Miðað við þær skráningar sem nú þegar eru komnar inn er ljóst að um feiknarlega sterkt mót verður að ræða.

Vegleg verðlaun eru í boði í öllum flokkum, glæsilegasta parið verður valið úr hópi keppenda og þrír keppendur munu fá boð á Stjörnutöltið á Akureyri. Einnig mun Lífland, einn af aðalstyrktaraðilum mótsins, bjóða keppendum til móttöku miðvikudaginn 25. feb. þar sem reiðmeistarinn Sigurbjörn Bárðarson mun fræða knapa um keppni á ís og hvernig best sé að bera sig að til að ná árangri.

Miðasala á mótið mun fara fram við innganginn og án efa munu margir leggja leið sína í Skautahöllina í Laugardal þann 28. til að fylgjast með flottum konum á glæstum gæðingum. Allur ágóði af mótinu rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.

Helstu styrktaraðilar mótsins eru: Lífland - Icelandair Cargo - Hertz - Toyota - Útfararstofa Íslands - Snyrtiakademían - Barki ehf - Kökuhornið og Kænan, auk fleiri sem m.a. gefa aukaverðlaun og styðja verkefnið með öðrum hætti.