Örmerkir alla sína hnakka

23.01.2009
Óli Pétur Gunnarsson, áður í Litlu-Sandvík, örmerkir alla sína hnakka. Hann segir þetta bestu leiðina til að geta sannað eignarhald sitt ef upp koma álitamál. Mjög einfalt sé að koma örmerkjunum þannig fyrir að ekki sé hægt að ná þeim burtu nema skemma hnakkana.Óli Pétur Gunnarsson, áður í Litlu-Sandvík, örmerkir alla sína hnakka. Hann segir þetta bestu leiðina til að geta sannað eignarhald sitt ef upp koma álitamál. Mjög einfalt sé að koma örmerkjunum þannig fyrir að ekki sé hægt að ná þeim burtu nema skemma hnakkana.Óli Pétur Gunnarsson, áður í Litlu-Sandvík, örmerkir alla sína hnakka. Hann segir þetta bestu leiðina til að geta sannað eignarhald sitt ef upp koma álitamál. Mjög einfalt sé að koma örmerkjunum þannig fyrir að ekki sé hægt að ná þeim burtu nema skemma hnakkana.

Alda þjófnaða hefur riðið yfir í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu og eins líklegt að sá faraldur breiðist út. Óli er sjálfur með réttindi til að örmerkja hross.

„Ég setti örmerki í alla mína hnakka. Þau eru ekki svo dýr þegar maður hefur réttindi sjálfur. Merkin kosta tæpar þúsund krónur stykkið. Síðan bætis við akstur og vinna ef fólk þarf að fá mann til verksins. Það mætti vel hugsa sér að tryggingafélögin, LH eða Bændasamtökin héldu skrá yfir örmerkt reiðtygi. Hnakkar yrðu þá væntanlega ekki eins girnilegir fyrir þjófa. Eins gæti það komið í veg fyrir tryggingasvik, sem alltaf er eitthvað um,“ segir Óli Pétur.