Orrasýning að baki

31.03.2011
Ógleymanlegt kvöld er að baki. Það er ekki hægt að segja annað en að Orri hafi staðið undir merkjum.  Frábær andi var á sýningunni og var auðséð að áhorfendur voru komnir til þess að njóta.  Ógleymanlegt kvöld er að baki. Það er ekki hægt að segja annað en að Orri hafi staðið undir merkjum.  Frábær andi var á sýningunni og var auðséð að áhorfendur voru komnir til þess að njóta.  Tilfinningarík og hátíðleg stund var þegar Orri var teymdur í salinn og þeir Sveinn Guðmundsson og Indriði Ólafsson stóðu honum við hlið, eins og þeir hafa staðið þétt að baki sinni hrossarækt.  Salurinn hyllti þá verðskuldað.  Síðan tók við veisla, þar sem hver gæðingurinn tók við af öðrum.  Brugðið var á létta strengi, tekið til kostanna og hross sýnd svo eftir verður munað.  Áhorfendur, hesteigendur,aðstoðarfólk, ræktendur og knapar, kærar þakkir fyrir að gera þetta mögulegt og skapa þessum viðburði svo glæsilega minningu og fagmannlegt yfirbragð, með prúðum og glæsilegum sýningum. Gunnar, Kristbjörg, Guðmundur og Eva.